Fyrirbyggjandi meðferð á gönguskóm

Þegar nýir gönguskór eru teknir í notkun er áríðandi að verja þá vel. Með vatnsvörn, leðurfeiti, eða vaxi.

Yfirleðrið er algerlega óháð öndunarfilmunni.

Eðlilegt er að byrja að sprauta vatnsvörn á skóna (utandyra), láta þá svo aðeins jafna sig. Ef yfirleður er með glansáferð ber að nota leðurfeiti eða vax og nudda því vel niður í leðrið, bursta/strjúka vel á eftir. Blotni skór, er best að láta þá jafna sig í stofuhita. Sprauta síðan vatnsvörn á og bera leðurfeiti eða vax á þá. Það nærir og þéttir leðrið og býr það undir frekari átök. Ef skórnir eru með mattri áferð er um að ræða Nabuck og kallar það á sérstakt vatnsverjandi efni. Sama á við ef um rúskinnskó er að ræða. Rúskinn er með matta og eilítið loðna áferð. Áríðandi að láta minnst 2 tíma líða á milli umferða.

Öll efni til viðhalds á gönguskóm fást hjá Kringluskóaranum sem gefur um leið góð ráð um meðferð.

Gangi ykkur vel.