VIBRAM® er framleitt til margra nota, þar á meðal í einhverja bestu skósóla sem finnast. Í verksmiðju í Albizzate á Norður-Ítalíu, eru framleidd 50.000 pör af alls kyns skósólum daglega. Tegundirnar eru nærri eitt hundrað talsins en við framleiðslu þeirra allra er hámarks-álag, -ending og -þægindi höfð að leiðarljósi.
Fóturinn er ótrúlega flókin samsetning vöðva, beina, sina og liðamóta. Hann þarf að þola mikið álag við ástundun alls kyns íþrótta og útivistar, sérstaklega þegar undirlag er misjafnt eða ótraust. Þess vegna er mikilvægt að velja hágæða búnað sem lagaður er að þörfum okkar og aðstæðum. Góðir skór draga verulega úr hættu á slysum og skemmdum á vöðvum og beinum.
Hreyfing fótarins
Góðir sólar eru grundvallaratriði góðra gönguskóa. Framleiðendur Vibram® hafa hannað sólann í samvinnu við læknastofnanir sem sérhæfa sig í aflfræði vöðva í fótum. Hagnýt hönnun þar sem hinar ýmsu hreyfingar fótarins eru hafðar í huga. Jafnvægi milli afkastagetu og vals á hráefnum gerir Vibram® sólanum mögulegt að ná markmiðunum þremur:
- Afköst + þægindi + gæði